Vandaður alhliða hnífur frá Yasuda Hamono, hentar vel fyrir kjöt, fisk og grænmeti.
Kjarni blaðsins er gerður úr hágæða Hitachi Aogami No 2 kolefnisstáli (Ekki ryðfrítt) sem heldur biti betur en flest stál. Það klætt með tveimur lögum af ryðfríu stáli til að auðvelda viðhald.
Handfangið er úr fallegum Pakka við, sem verst raka og bleytu vel.
Blaðlengd: 18cm.
Stál: Aogami 2, 62hrc.
Handfang: Pakka viður.
Framleiðandi: Yasuda Hamono
Upprunaland: Japan