Vandaður og fallegur handsmíðaður hnífur frá Adam Þórarinssyni (eiganda Hnifur.is)
Blaðið er úr AEB-L gæða ryðfríu stáli sem heldur biti mjög vel og handfangið er úr fallegri Abonos eik (bog oak) sem var grafin ofan í mýri í Frakklandi í um það bil 3000 ár!
Handfangið er fest á með fallegum messing og mósaík pinnum.
Blaðið er mjög þunnt og hnífur sker því einskalega vel og er mjög léttur í hendi!
Hnífurinn er 100% handsmíðaður á Akureyri!
Blaðlengd: 17,5cm.
Stál: AEB-L, 61hrc.
Handfang: Abonos Eik.
Framleiðandi: Adam Þórarinsson/Hnifur.is.
Upprunaland: Ísland.